Tumgik
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Auðvitað ætluðum við öll að fagna heimsmeistaratitli í dag. Ég læt mér duga að fagna enn einum afmælisdeginum. Ég er ekki með tölu á því hversu oft ég hef sótt boltann í eigið mark, en lít svo á að ég sé núna búinn að skora 51 mark og leikurinn er hvergi nærri búinn. https://www.instagram.com/p/CoCYYdygtUa/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Heiðhvolfið er í 15-50 km hæð frá jörðu, fyrir ofan veðrahvolfið sem næst er jörðu. Þar hafa glitskýin heimilisfesti og gleðja okkur jarðfætlingana á góðum dögum, ekki síst í skammdeginu þegar degi fer að halla. https://www.instagram.com/p/Cny2Vd1A3an/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Listamaður heimilisins var gripinn við iðju sína þegar hann graffaði fjölskyldubifreið heimilisins. Sem betur fer með mildari aðferðum en spreybrúsa, heldur mjúkum fingrum í frosin snjóalögin. Veröldin er full af tækifærum til að skapa, gera eitthvað nýtt og einstakt. Sumt er gert til að endast annað aðeins að standa um stutta stund til að gleðja. https://www.instagram.com/p/CneJxdrgyRQ/?igshid=NGJjMDIxMWI=
1 note · View note
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Einhver gæti haldið að Lögurinn hefði fengið brúnkumeðferð í jólagjöf, eða jafnvel skroppið til Tene. En þetta "náttúrulegur" litur sem veturinn og snjórinn draga fram. #egilsstaðir #austurland https://www.instagram.com/p/CnZlOZCIJiI/?igshid=NGJjMDIxMWI=
1 note · View note
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Þegar skammdegið skellur á sinnið þarf oft ekki mikið ljós til að lýsa upp lífið. Nokkur orð, fallegt bros, augnaráð eða örstutt skilaboð, jafnvel bara lítið tjákn. Lítilmótlegt en mikilvægt. #ekkigefastupp https://www.instagram.com/p/CnO_C6JIO22/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Það er vetur í hreindýralandinu. Fannhvít vetrarábreiðan hefur verið lögð yfir héraðið og ísinn lagstur á Löginn. #hreindýralandið #austurland #egilsstaðir https://www.instagram.com/p/CnOvQ4BgDW_/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Þegar jörðin virðist frosin og tóm en athygli okkar beinist að grunni lífsgæða okkar. Heitt vatn úr iðrum jarðar, heitar vakir á ísilögðu vatninu þar sem hægt er að baða sig, fljóta og njóta. #hreindýralandið #austurland #vök #vokbaths https://www.instagram.com/p/CnHCS43gFuW/?igshid=NGJjMDIxMWI=
1 note · View note
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Upphitaðar sundlaugar eru lífsgæði sem finnast óvíða í heiminum en eru heldur hversdagslegar hér. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að velta fyrir sér nýju nafni á þessar heilsumiðstöðvar okkar. Við sjáum sundlaug en mér þykir líklegt að meirihluti okkar hugsum um heita potta og notalegt samfélag, jafnvel kalda pottinn eða gufubað og börnin eru næsta víst með hugann við rennibrautina eða leiksvæði lauganna. Þegar ég hef útskýrt fyrirbærið fyrir erlendum vinum eða ferðamönnum þá er þetta "geothermal spa" frekar en swimming pool, þó það sé vissulega orðið sem er notað utan á húsinu. Fyrir mér er þetta heilsulind fyrir alla og skemmtigarður fyrir börnin. https://www.instagram.com/p/CnB85uuAliT/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Davíð fékk tónlistarhæfileika í jólagjöf, reyndar fyrir nokkru síðan. Svo fékk hann útlitið frá mömmu sinni. https://www.instagram.com/p/CmzZerbI_oj/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Það er snæviþakið hreindýralandið þó engin sé ófærðin innan bæjarmarkanna. Um fjallvegina er aðra sögu að segja, þar dugar ekki til að eiga öflug tæki til snjómoksturs og vaska menn til að stjórna þeim, við ofurefli er að etja þegar veðurguðirnir ákveða annað. Hreindýrunum þykir lítið til þessara hugðarefna okkar koma. Líður vel í kuldanum og snjónum og færa sig yfirleitt um set í átt að honum en ekki frá, eins og okkur mannfólkinu er tamara. Og þetta segi ég auðvitað sitjandi 20°C heitri stofunni minni með teppi yfir tánum þar sem snarkar í arnininum sem brennir síðasta mandarínukassanum. #hreindýralandið #austurland #egilsstaðir https://www.instagram.com/p/CmwNCTlof_v/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Húslestur að hætti húsfreyjunnar í Flataselinu. Ekki úr Biblíunni eða Aðventu Gunnars Gunnarssonsnar að þessu sinni, heldur er það uppáhald allra á heimilinu og mögulega mest lestna bók ársins... uppskriftabókin 😁 Gæti auðveldlega orðið metsölubók einhver jólin, "Alda eldar - allar uppáhalds uppskriftir sælkerans". https://www.instagram.com/p/Cmr0FKLgWMi/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
#hreindýralandið #egilsstaðir #austurland https://www.instagram.com/p/Cmo-2IpIuv0/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Eins og fannfergið hefur verið undanfarna daga er ágætt að benda ökumönnum illa útbúinna bifreiða sem ekki eru á góðum vetrardekkjum, að halda sig bara heima og lesa bók. https://www.instagram.com/p/CmpOZwMgLZM/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Ævintýri æskunnar áttu sér mörg stað í snjóskafli í Grashaganum á Selfossi. Skemmtilegast var að grafa sig inn í þá og gera okkur krökkunum tímabundið athvarf til leiks. Snjóhús voru þau kölluð þó hellir væri nú líklegra réttnefni, svo var gangnagerð auðvitað algeng. Að komast í gegnum hindranir er mikilvægara og veitir meiri fullnægju en að komast framhjá þeim. Smáfólkið í Flataselinu snæða hér jólasmákökur og drekka heitt súkkulaði á tímabundnu heimili sínu eftir árangursríkan snjómokstur. Vetrarríkið er heillandi staður fyrir ævintýri dagsins. https://www.instagram.com/p/CmgXz22gG_P/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Fuglarnir í Fögrubrekkunni búa við betri kost en flestir fiðraðir félagar þeirra. Búsældarlegir bíða þeir eftir brauðbita frá búsætu brekkunnar númer þrjátíu og tvö þar sem allir fá bita sem biðja og reyndar hinir líka ef pabbi fær að ráða. Það þekkja þeir sem þegið hafa og dvalið um stund í brekkunni fögru. https://www.instagram.com/p/CmcRq5ngHIE/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Það kom að því að vetrarábreiðan var lögð yfir héraðið. Það er kalt úti en undir fannhvítri fölinni finnur þú friðsæld aðventunnar, brosandi andlit og eftirvæntingu í augum þeirra sem vita hvað í vændum er. Það eru að koma jól. Hátt yfir höfuðstað Austurlands sveif ég til að líta yfir snæviþakið hreindýralandið. Hér finnur þú vetrarveröldina mína. #hreindýralandið #egilsstaðir https://www.instagram.com/p/CmH3pYTIStR/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 1 year
Photo
Tumblr media
Urriðavatn er orðið ísilagt og snævi þakið. Nú er augljóst hvaðan Vök dregur nafn sitt, af vökunum á vatninu sem fyrst dró athygli fólks að heitu vatni sem líður um æðar bergsins langt undir vatninu. Aðalæðin sem yljar okkur íbúum Egilsstaða og nærumhverfis er sótt í um 1600 metra dýpi undir Urriðavatni miðju í æð sem er talin vera um 30 cm í þvermál. 70 gráðu heitt vatnið er svo hreint að það er vottað til drykkjar og hægt að bragða beint úr iðrum jarðar á tebarnum í Vök. Vakirnar á Urriðavatni eru merkilegar og minna okkur á lífsgæðin sem fylgja heitu vatni. Vök er falleg og notaleg áminning um þá sögu sem er raunverulega hægt að baða sig í. #hreindýralandið #austurland #vokbaths (at Vök Baths) https://www.instagram.com/p/CmBuPjeIXBv/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes