Tumgik
Text
Formáli
Í þessu safni eru skjáskot af greinum, ummælum, úrskurðum og sérálitum Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Flest tengjast svonefndu prófessorsmáli en sýknudómur í því vakti gífurlega reiði almennings haustið 1999. Prófessorinn tjáir sig hér undir nafni og það gerir brotaþoli líka í opnu bréfi en ummæli Jóns Steinars í fjölmiðlum um framburð hennar leiddu til kæru og hann var að lokum dæmdur sekur og til að greiða brotaþola miskabætur. 
Sú mynd sem þessi skjáskot draga upp, sýnir Jón Steinar hugsanlega í öðru ljósi en því sem hann vill sjálfur varpa á sig gegnum fjölmiðla. Hér tjáir sig maðurinn sem gerir lítið úr ofbeldisbrotum, finnst varðhald óþarfi þrátt fyrir skefjalausa grimmd og ef eru ekki vitni að kynferðisbrotum, trúir hann ekki brotaþola.Hann beið þolinmóður með að kvarta ákaflega undan 15 mánaða gömlum ummælum í lokuðum hópi, þegar það hentaði honum og umbjóðanda hans og til að koma þungu höggi á þolendur kynferðisbrota sem ekki hafa fengið úrlausn sinna mála í réttarkerfinu og tjá eðlilega reiði sína vegna þess. 
Jón er talsmaður gerenda. Hann ver ekki brotaþola í kynferðisbrotamálum.
0 notes
Text
Prófessorinn tjáir sig
1. desember 2004
Málgleði um annarra harm
Halldór Ármann Sigurðsson svarar Steinunni Jóhannesdóttur: 
"Næsta víst er að framhald verður á þessari málgleði um annarra harm..."
Steinunn Jóhannesdóttir lítur svo á að það séu mannréttindi fólks að fá gerða um sig sjónvarpsþætti. Í Morgunblaðinu þann 26. nóv. sl. lýsir hún eftir opinberri rannsókn á því hvers vegna ekki varð af gerð sjónvarpsþáttar um "prófessorsmálið" svokallaða. Á sínum tíma var leitað eftir því við mig að ég kæmi fram í slíkum þætti en ég hafnaði því. Ég hafði ekki áhuga á að taka þátt í að framleiða "skemmtiefni" um harma mína og minna og fannst slíkt efni lítið erindi eiga við almenning. Má vera að þessi afstaða mín hafi valdið einhverju um að hætt var við gerð þáttarins, en raunar er mér ókunnugt um það, enda var ég fluttur úr landi þegar þetta var.
Í þætti af þessu tagi hefði reyndar mátt spyrja hvernig það megi vera að maður sem er sýknaður af æðsta dómstóli Íslands verði að sæta aðför í ýmsum helstu fjölmiðlum landsins. Maður sem að líkum er saklaus og að lögum sýkn er gerður að þjóðníðingi, fyrir atbeina skörunga á borð við Steinunni.
Steinunn telur það aðfinnsluvert eða jafnvel saknæmt að ekki varð af gerð sjónvarpsþáttarins, enda stóð víst ekki til að halda fram hlut hins sýknaða manns í þættinum.
Steinunn er mikil áhugamanneskja um þennan harmleik og hefur margsinnis tjáð sig um hann opinberlega af mikilli innlifun og berorðum fjálgleik. Næsta víst er að framhald verður á þessari málgleði um annarra harm og má það vera þeim nokkur huggun sem áhyggjur hafa af því að ekki sé nóg skrafað.
Þeim manneskjum sem um sárt eiga að binda í þessu hryggilega máli verður hins vegar hvorki gleði né gagn af frjálslegri útrás og tjáningu Steinunnar Jóhannesdóttur á leiksviði þjóðlífsins.
Lokaorðin fæ ég að láni frá séra Hallgrími Eldjárnssyni, áa mínum: "En um þitt ráð tönn fyrir tungu set ég."
Höfundur er prófessor, nú búsettur í Svíþjóð.
0 notes
Text
Opið bréf...
Opið bréf til fórnarlamba kynferðislegrar misnotkunar
Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir: Kæru fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar og aðstandendur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tjái mig opinberlega.Kæru fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar og aðstandendur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tjái mig opinberlega.
Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara.
Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í "Prófessorsmálinu".
Þegar niðurstaða Hæstaréttar í því máli lá fyrir missti ég alla trú á íslensku réttarkerfi og er nú öll von úti um að hún komi aftur.
Huggun mín er hvað þjóðin, sem Jón Steinar kallaði reyndar götulýð, sýndi mér mikinn og einarðan stuðning á þessum erfiða tíma. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þann stuðning og að uppgötva að almenningur í landinu er réttsýnn og með sterka siðferðiskennd.
Sú vitneskja gerir mér bærilegt að lifa með þeirri misnotkun og óréttlæti sem ég var beitt.
Fyrir nokkrum árum samþykkti ég að tjá mig um málið í þáttaröðinni "Sönn íslensk sakamál" og var viðtal við mig tekið upp.
Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson frétti af gerð þáttarins var framleiðsla hans stöðvuð af Ríkissjónvarpinu en útlagður kostnaður við gerð hans greiddur.
Ég var látin skrifa undir þagnareið og get því ekki tjáð mig frekar um málið.
Þegar ég heyrði að Jón Steinar Gunnlaugsson væri búinn að sækja um stöðu hæstaréttardómara vildi ég ekki tr��a að nokkur heilbrigður maður mundi skipa hann í stöðu sem krefst hlutleysis og sanngirni.
Nú er búið að koma því þannig fyrir að maður, sem hefur m.a. úthúðað ungri stúlku í fjölmiðlum og reynt að ræna hana mannorði sínu, fyrir það eitt að leita réttar síns fyrir íslenskum dómstólum, er kominn í æðstu dómarastöðu í íslensku réttarkerfi. Ég vil einnig benda á að Jón Steinar var dæmdur í Hæstarétti í mars 2002 fyrir að valda mér miska í opinberri umfjöllun sinni. Hann var einnig dæmdur til að greiða mér 100 þúsund krónur í miskabætur. Það er nefnilega þannig að Jóni Steinari nægir ekki að vinna sín mál. Dæmin sýna að hann virðist jafnframt verða að kasta skít í aðra og reyna að eyðileggja mannorð þeirra til að upphefja og réttlæta sjálfan sig. Þessi maður, sem nú er orðinn hæstaréttardómari, er sami maðurinn og lét búa til skýrslu um geðheilsu mína. Hún var keypt hjá háttsettum geðlækni sem hlaut ríflega þóknun fyrir. Geðlæknirinn hafði þó aldrei séð mig, hvað þá talað við mig. Vó þessi skýrsla þungt í niðurstöðu Hæstaréttar þegar þeir sýknuðu föður minn fyrir kynferðislega misnotkun á mér. Ég hef stundum spurt sjálfa mig hvað Jón Steinar hafi keypt margar svona skýrslur um saklaust fólk. Ég skil ekki hvernig Jón Steinar getur sofið á næturnar, vitandi það að hann er búinn að taka þátt í slíkri misnotkun á mér og jafnvel öðrum.
Kæru fórnarlömb og aðstandendur, þið eigið samúð mína alla.
Mitt eina ráð til ykkar er:
Ekki kæra kynferðislega misnotkun. Ekki nema gerandinn sé lágt settur í þjóðfélaginu. Þið getið ekki búist við réttlátri málsmeðferð og dómsniðurstöðu meðan æðstu ráðamenn þjóðarinnar skipa menn eins og Jón Steinar sem dómara í Hæstarétt fyrst og fremst á pólitískum forsendum. Mann sem hefur notað vafasamar aðferðir til að fá fellda ranga dóma og hefur að mínu mati ekki til að bera þá réttsýni og siðferðiskennd sem dómarar við æðsta dómstól Íslands þurfa að búa yfir.
0 notes
Text
Í krafti valdsins
Tumblr media
0 notes
Text
Úr Hæstaréttardómi
“Ummæli áfrýjanda (Jón Steinar Gunnlaugsson), sem stefnda (brotaþoli)  telur hafa að geyma ólögmæta meingerð gagnvart sér, sneru í þremur tilvikum að því, sem hún kveður vera aðdróttanir í sinn garð um að hún hafi borið á föður sinn rangar sakir. Þessi ummæli, sem tilfærð eru í liðum 7, 8 og 10 í hinum áfrýjaða dómi, komu öll fram í erindi áfrýjanda, sem útvarpsstöðin Bylgjan sendi út 28. nóvember 1999. Samkvæmt málatilbúnaði stefndu, sem hefur ekki að þessu leyti sætt andmælum af hendi áfrýjanda, voru ummælin svofelld
:„Þetta voru auðvitað kringumstæður sem gátu falið í sér skýringu á því hvers vegna rangar sakir komu fram og gátu líka falið í sér eins konar réttlætingar stúlkunnar gagnvart sjálfri sér fyrir því að koma fram með þær ásakanir......... viðurkennt í fræðum um rangar sakargiftir að þetta sé eitt af einkennum á þeim ... blasti það auðvitað við að viðurkenning ákærða á því að hafa misboðið dóttur sinni ... getur hafa orðið fóður hennar í þessar ásakanir. Þetta getur hafa magnast upp af kringumstæðum málsins. Eftir að af stað er farið er kannski engin leið til baka. Það kemur hvatning frá umhverfinu því auðvitað ... allir sem nálægt málinu koma fyllast samúð með henni og reyna að greiða fyrir henni og framburði hennar......Málið þarf ekki að vera svo einfalt að stúlkan sé einfaldlega blygðunarlaust að skrökva þessum sökum upp á föður sinn ... kann hún að hafa fengið fóður í ásakanir sínar í því sem hann hafði áður viðurkennt. Hún fann að hann var sakbitinn ... Svo koma þessar hvatningar allar saman og það verður erfitt að bakka ... það sem hún eykur í frásagnir sínar kunni að þróast þannig að hún sé meira og minna farin að trúa því sjálf. Allt mun þetta vera þekkt úr þessum fræðum.“
D ó m s o r ð:
Kröfu stefnanda um að stefnda, Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl., verði veitt áminning er vísað frá dómi.
Úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna frá 22. maí 2000 í málinu nr. 25/1999 er ógiltur.
Stefndi, Jón Steinar Gunnlaugsson, braut góða lögmannshætti með háttsemi sinni og ummælum í fjölmiðlum á tímabilinu frá 20. nóvember 1999 til 28. sama mánaðar um mál nr. 286/1999 sem dæmt var í Hæstarétti þann 28. október 1999.
Stefndi, Jón Steinar Gunnlaugsson, greiði stefnanda 100.000 kr. í miskabætur.
Stefndi, Jón Steinar Gunnlaugsson, greiði 400.000 kr. í málskostnað sem renni í ríkissjóð. Málskostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun lögmanns stefnanda, Sifjar Konráðsdóttur hrl. 600.000 kr.
Dómur Hæstaréttar yfir Jóni í heild.
0 notes
Text
Eftirleikurinn
Í prófessorsmálinu var gerandi dæmdur sekur í Héraðsdómi. Um var að ræða mörg brot á sex ára tímabili. Háskóli Íslands taldi eins og fleiri næsta víst að Hæstiréttur myndi staðfesta dóminn og hafði því tæmt skrifstofu prófessorsins og úthlutað henni öðrum starfsmanni. Þegar sýknudómurinn lá fyrir var prófessornum útvegu�� staða við háskóla á Norðurlöndum (Lundi?).  Allir sáttir? Alla vega Jón Steinar.
Tumblr media
0 notes
Text
Klöppum fyrir almenningi
Tumblr media
Ásak­an­ir á hend­ur Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni um að hafa verið „full­trúi kyn­ferðis­brota­manna í Hæsta­rétti“ hafa hvílt þungt á hon­um árum sam­an. Hann seg­ist fyr­ir­líta nauðgan­ir en órétt­læt­an­legt sé að gefa af­slátt af sönn­un­ar­kröf­um. Það þýði þó að óhjá­kvæmi­legt sé að kyn­ferðis­brota­menn gangi stund­um laus­ir.
Jón Stein­ar lét sem kunn­ugt er af störf­um sem dóm­ari í hæsta­rétti í októ­ber eft­ir tæp 8 ár. Hann flutti fram­sögu í dag á mál­fundi Lögréttu, fé­lags laga­nema við Há­skól­ann í Reykja­vík, um sönn­un­ar­kröf­ur í kyn­ferðis­brota­mál­um, en hann held­ur því fram að dóm­stól­ar hafi látið und­an þrýst­ingi al­menn­ings­álits­ins og slakað um of á sönn­un­ar­kröf­um í slík­um mál­um.
Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir sak­sókn­ari flutti einnig fram­sögu þar sem hún komst að gagn­stæðri niður­stöðu og sagðist eng­in merki sjá þess að sönn­un­ar­byrði hafi verið snúið við í kyn­ferðis­brota­mál­um eða slakað á sönn­un­ar­kröf­um. Nán­ar verður fjallað um er­indi Huldu Elsu á mbl.is á morg­un.
0 notes
Text
Sönnunarbyrði Jóns Steinars
Tumblr media
0 notes
Text
Þegar börnum er ekki trúað
Tumblr media
0 notes
Text
Brot á friðhelgi og æruvernd
Tumblr media
0 notes
Text
Jón Steinar rýfur þögnina
Tumblr media
0 notes
Text
Meingerð Jóns Steinars
Tumblr media
0 notes
Text
Brotaþoli bar sig of vel
Tumblr media
0 notes
Text
Talsmaður geranda stígur fram
Tumblr media
0 notes
Text
Ef ekki er vitni, er ekki brot!
Tumblr media
0 notes
Text
Varðhundurinn í Hæstarétti
Tumblr media
0 notes
Text
Mildum ofbeldisdóma
Tumblr media
0 notes