Tumgik
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Síðan síðast hjóluðum við til Rapallo til að taka ferju í gegnum sinque terre en vegna “illsku veðurs” var ekki farið 💩 en það var allt í lagi við gistum bara aðra nótt í Rapallo til að taka ferju í daginn eftir en aftur var ekki farið því það er greinilega ekki nóg að geta speglað sig í sjónum fyrir brottför!!! Lest varð þá fyrir valinu og La Spesia endastöð lestarinnar. Þegar þangað var komið ætluðum við að húrra okkur uppí stræó á næasta tjaldsvæði því skiljanlega erum við orðnar þreyttar á hjólinu. Kurteisa Laufey ætlaði að biðja um leyfi fyrir þrem hjólum í strætó en áður en ég kom út úr mér orði þá klemmdi hann mig á milli strætóhuðanna og keyrði afstað… En ég öskraði þá stopp! Og hann varð hrikalega hissa og móðgaður (auðvitað!) Ég komst lifandi frá þessum ofbeldismanni. Eftir þessa erfðir lífsreynslu sættum við okkur við að hjóla á tjaldsvæðið þó að við vorum ekki allar jafn sáttar við þá ákvörðun 😓 Það var alveg þess virði því nú erum við komnar á síðasta áfangastað og ætlum að vera hér í Tellaro í viku að baða okkur í sólinni og njóta lífsins. Ekki slæm þjóðhátíðar helgi það 😆 Vonandi hafið þið það gott, sjáumst hress og kát eftir viku 😘❤️
2 notes · View notes
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Hæhó langt síðan síðast! Við erum bara búin að vera leika okkur í Genova en þið? Við þurftum því miður að skilja Emelíu eftir, hún sagðist ekki vilja koma með okkur á þessum skíta hjólum. En við ætlum bara að fá okkur okkar eigin Emelíu á Íslandi. Núna síðustu daga höfum bið hjólað um æðislegt landslag sem næst því miður ekki vel á myndum. Fyrri daginn í Genova gengum við um gamla bæinn, fengum okkur kokteila og tókum siestu í fallegum garði. Seinna um kvöldið fórum við mjög fansí út að borða í boði mömmu (Salome aka bitcy-music-kingdom). Við borðuðum þriggja rétta máltíð en ekki klassísku forrét aðalrétt og eftirrétt… Ó nei við fengum forrétt, foraðalrétt og aðalrétt sem var snilld! Seinni daginn fórum við á ströndina og hvíldin lúna leggi fyrir átökin næsta dag sem var 45km hjólatúr í átt að cinque terre/fimm jarðir (google it!)
1 note · View note
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Í gær var nú meiri ævintýradagurinn! Við byrjuðum daginn með það markmið að hjóla 64 km. Við tókum óvart vitlausa beygju og enduðum á hraðbraut og þegar við snérum við skildumst við aðeins að. Ingibjörg var síðan stoppuð af löggunni af þvi máttum vist ekki hjóla á hraðbrautinni! Eftir þetta týndum við hvor annarri en það reddaðist nú allt á endanum og við héldum áfram leið okkar. Næsta ævintýrið var síðan sprungið dekk hjá Laufeyju sem við löguðum eins og atvinnumenn! Þegar við áttum ca 15 km eftir af leið okkar lentum við síðan í hellidembu og þrumum og eldingum! Við biðum þvi í skjóli þangað til það hætti að rigna. Loksins komumst við síðan á tjaldsvæðið og höfðum þá hjólað 88 km! Á tjaldsvæðinu tók á móti okkur krúttlegasta svín í heimi og elduðum við okkur dýrindis pastarétt! Langur dagur en hann endaði vel!
1 note · View note
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Í gær var fyrsti dagurinn á Ítalíu hja Laufeyju! Það var mikill hiti þannig smálúr í garðinum Parco Sempione var nauðsynlegur! Síðan var fyrsti hjóladsgurinn í dag og það gekk bara eins og í sögu!
2 notes · View notes
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media
Ég (Laufey) hef bæst við í hópinn og ég er að stikna úr hita! Stelpurnar tóku á móti mér á flugvellinum og við settum upp tjaldið mitt í kol niða myrkri. Við settum saman hjólið mitt í morgun og erum núna fyrir utan Eataly (smá orðaleikur hjá Ítölunum) drekkum bjór og borðum snakk. Stay tuned!
3 notes · View notes
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Sáum þessar fínu blokkir hérna í Mílanó, borðuðum ferskt tortelini með pestó og erum búnar að kaupa lestarmiða til að taka á móti Laufeyju á flugvellinum kl 21:25 :D
1 note · View note
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Fórum í bíó hérna í Mílanó en eina myndin með ensku tali var Terminator.. Þannig sáum við okkar fyrstu Terminator mynd í hvítum leðursætum með stillanlegu baki og fótaskemli með fríu poppi (eða bakað korn eins og afgreiðslustúlkan orðaði það) :) fórum svo í lautarferð með rauðvín og vin okkar Róbert (korktappinn) og sitjum núna á kaffihúsi í miðbænum! Ellý lét okkur síðan vita að þetta er að verða heitasti júlímánuður á Ítalíu síðan mælingar hófust.. Gott að vita að við séum ekki að ímynda okkur hitann! Hlökkum til að sjá Laufeyju annað kvöld :D
1 note · View note
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Mílanó snilld!
1 note · View note
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Ítalía og Mílanó og allskonar :)
1 note · View note
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Núna erum við á leiðinni til Mílanó! Dvölin við Como vatn einkenndist af fegurð, hita og mikið, mikið af moskítóbitum!! Vorum komnar uppí næstum 100 samtals áður en við keyptum okku moskítósprey og er lífið miklu friðsælla núna!
2 notes · View notes
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media
Allt gott að frétta héðan! Erum nuna að borða pizzu við Lake Como og reyna að stikna ekki úr hita! Vorum á tjaldsvæði í nott ca 6 km frá vatninu og ætlum að vera þar aftur i nott. Það er meira að segja sundlaug við tjaldsvæðið þannig við erum mjög sáttar að geta kælt okkur þar! Siðan höfum við bara tima að drepa því Laufey kemur til Mílanó 21. og við erum nuna bara 50 km þaðan (ca einn hjoladagur). Ætlum möguleg að hjola aðeins norðar meðfram vatninu á morgun! Við erum baðar komnar með svona 20-30 moskito bit siðan við komum til Ítalíu en við keyptum okkur moskitosprey aðan þannig vonandi hætta þær að éta okkur lifandi!
2 notes · View notes
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Sólbrenndar á asnalegum stöðum
1 note · View note
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Erum orðnir snillingar í prímus matargerð! Allar máltíðirnar okkar kosta í kringum 1-4 evru og eru mjög góðar! Myndirnar eru kannski ekki brjálæðislega girnilegar en þetta er allt saman mjög gott, við lofum!
2 notes · View notes
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Zurich var eflaust fallegasta borgin hingað til ..en líka sú dýrasta! Hjólaferðin til Lucerne var glæsileg og við löbbuðum upp fjall með hjólin okkar í 60 gráðu halla upp 800m! En þegar komið var til Lucerne keyptum við lestarmiða til Ítalíu í hvelli til að losna við dýru Sviss :) Komum til Ítalíu um kl hálf 11 í gærnótt og fengum inn á Hosteli í Como með fríum ítölskum morgunmat :D
2 notes · View notes
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Eftir að Salt og pipar bættust í hópinn þá höfum við farið í gegnum Strasbourg, hjólað til Basel, tekið lest til Zurich, hjólað til Lucerne og tekið lest yfir Alpana og komnar til Como á Ítalíu! Strasbourg var mjög flott borg með miklum sjarma og Basel var ódýr en sérstök að því leiti að hún er á milli 3ja landa (Sviss-Þýskaland-Frakkland) og mikið fleiri tungumál töluð þar!
2 notes · View notes
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Sviss var ótrúlega fallegt land!
2 notes · View notes
hjolalingar · 9 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Strasbourg var skemmtileg og falleg!
2 notes · View notes